Í fermingunni þarf maturinn að höfða til ungra sem aldinna og kunnum við svo sannarlega að brúa þetta bil. Langar þig í gamaldags tertuboð með smurbrauði og tilheyrandi? Besta mál en við skulum taka smá snúning og gera það móðins, aðeins vegna þess að okkur finnst það svo gaman.
