Nomy uppfyllir væntingar um mat sem þig langar til að borða

Nomy er alhliða veisluþjónusta sem tekur að sér allar gerðir viðburða svo sem árshátíðir, brúðkaup, hvataferðir, fyrirtækjapartý, afmæli, útskriftir, fermingar, matarboð og ferðaþjónustupakka úti í náttúrinni svo eitthvað sé nefnt. Við sérsníðum matseðla fyrir hvert og eitt tilefni og útvegum þjóna og kokteilhristara ef óskað er eftir því.

 Kokkar Nomy búa yfir sérfræðikunnáttu sem kemur sér einkar vel þegar búa skal til frumlega matseðla fyrir sérhvert tilefni þar sem engir tveir viðburðir eru eins.

Við hjá Nomy erum stöðugt að þróa nýja rétti og hugmyndir sem gætu litið dagsins ljós í fyrsta skipti í þinni veislu.

Innblásturinn kemur frá árstíðabundnu hráefni þar sem ávallt er notað það ferskasta sem er í boði hverju sinni. Þetta er kryddað með kunnáttu, reynslu og nútímalegum bragðsamsetningum þar sem ferskleiki, hollusta og bragðgæði eru í forgrunni.

Eigendur Nomy eru Bjarni Siguróli Jakobsson, Fannar Vernharðsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson. Allir hafa þeir yfirgripsmikla reynslu á matreiðslusviðinu þegar kemur að veislum og einkamatreiðslu fyrir allskonar viðburði.

Það má með sanni segja að hér sé samankomin ein öflugasta kokkasveit landsins, enda hafa kokkar Nomy komið víða við á sínum ferli. Þeir hafa til dæmis verið meðlimir, þjálfarar og fyrirliðar Kokkalandsliðsins, keppt í innlendum og alþjóðlegum matreiðslukeppnum með eftirtektarverðum árangri, verið umsjónarmenn matreiðsluþáttanna Grillsumarsins Mikla á Stöð 2, farið víða sem gestakokkar á erlendri grundu til að kynna íslenskt hráefni, verið umsjónarmenn námskeiða fyrir atvinnumenn í veitingabransanum, tekið þátt í vöruþróun í matvælaiðnaði, þjálfað starfsfólk og veitt almenna ráðgjöf.

 

Kokkasveitin

Bjarni Siguróli Jakobsson

Creative Chef / Founder
Jói hetja 2020

Jóhannes Steinn Jóhannesson

Chef / Owner
Fannar hetja 2020

Fannar Vernharðsson

Chef / Owner
Spurningar Hvaða þjónustu bjóðið þið uppá?
SvarVið erum alhliða veisluþjónusta og sjáum um veitingarnar í þína veislu, hvort sem þú sækir veitingarnar til okkar eða við komum til þín og sjáum um allan pakkann fyrir þig og þína. Við getum útvegað þjóna, tónlistarfólk og búnað eftir þörfum.
Spurningar Leigið þið út sali?
SvarVið erum í samstarfi við Norræna húsið og höfum aðgang að salnum þar, hann tekur 40 – 60 manns og fundarherbergi fyrir allt að 16 manns. Eins getum við hjálpað til að finna rétta staðinn sem hentar þínu tilefni í samstarfi við umsjónarfólk veislusala.

 

Spurningar Hvernig viðburði takið þið að ykkur?
SvarVið tökum að okkur allar gerðir viðburða s.s. Árshátíðir, brúðkaup, hvataferðir, fyrirtækjapartý, afmæli, útskriftir, fermingar, matarboð, ferðaþjónustupakka útí náttúrunni og hvað sem þér dettur í hug.
Spurningar Bjóðið þið upp á sérsniðinn matseðil?
SvarVið erum hugmyndafrjóir og finnst fátt skemmtilegra en að sérsníða matseðla sem henta sérstaklega þínu tilefni.
Spurningar Ef mig vantar pinnamat með skömmum fyrirvara?
SvarÞá mælum við með vefsölunni okkar, þar geturðu sjálf/ur valið þína bita í körfu eða valið samsetta pakka sem eru 6, 10 eða 15 eininga.
Spurningar Hvað er pöntunarfyrirvari langur?
SvarVið gerum ráð fyrir 24 klst. En það má alltaf hringja og ath. stöðuna á okkur, við munum ávallt gera okkar besta. Síminn er 777-1017
Spurningar Bjóðið þið upp á heimsendingu?
SvarJá, það gerum við gegn vægu gjaldi sem er 6.500kr. Innan höfuðborgarsvæðisins.
Spurningar Hver er opnunartíminn?
SvarVið erum með afgreiðsluna opna frá 9:00-17:00 alla virka daga og um helgar eftir þörfum.
Spurningar Er lágmarksupphæð sem þarf að panta fyrir?
SvarÍ vefsölunni okkar geturðu pantað smárétti og veisluplatta.
Lágmarkspöntun fyrir smárétti er 25þús og partýplattarnir eru frá 15þús.
Spurningar Skaffið þið leirtau og glös?
SvarJá við eigum leirtau, hnífapör og glös og getum leigt það með gegn vægu gjaldi í þitt partý þegar þú kaupir veitingarnar af okkur.
Spurningar Skaffið þið dúka?
SvarJá við getum leigt dúka og tauservíettur ef eftir því er óskað.
Spurningar Sjáið þið um að ráða þjóna?
SvarVið höfum réttu samböndin til að finna rétta fagfólkið fyrir þína veislu.
Spurningar Get ég breytt pöntuninni eftirá?
SvarVið óskum eftir 3ja daga fyrirvara á áætluðum fjölda veislna í stærri viðburðum en þegar pantað er í vefsölu miðum við 24klst. fyrirvara áður en veislan er afhent.
Spurningar Bjóðið þið upp á grænmetis/vegan rétti?
SvarJá heldur betur, við elskum grænmeti og finnst gaman að dekra við grænmetisætur, veganista og pesceterianista.
Spurningar Hvað með óþol/ofnæmi og aðrar sérþarfir?
SvarErum færir í flestan sjó og kunnum að verða við flestum óskum, ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að inná vefsölunni okkar, hringdu þá í okkur og við leysum málið!
Spurningar Hvað gerist ef ég þarf að afpanta?
SvarEkki er hægt að afpanta með minna en 24klst fyrirvara í vefsölu en með stærri veislur óskum við eftir 3ja daga fyrirvara.