Um okkur
Nomy er alhliða veisluþjónusta sem tekur að sér allar gerðir viðburða svo sem árshátíðir, brúðkaup, hvataferðir, fyrirtækjapartý, afmæli, útskriftir, fermingar, matarboð og ferðaþjónustupakka úti í náttúrunni svo eitthvað sé nefnt. Við sérsníðum matseðla fyrir hvert og eitt tilefni og útvegum þjóna og kokteilhristara ef eftir því er óskað.
Kokkarnir hjá Nomy búa yfir mikilli sérfræðikunnáttu sem kemur sér einkar vel þegar útbúa skal frumlegan matseðil fyrir þitt sérstaka tilefni.
Við hjá Nomy erum stöðugt að þróa nýja rétti og hugmyndir sem gætu litið dagsins ljós í fyrsta skipti í þinni veislu.
Innblásturinn kemur frá árstíðabundnu hráefni þar sem ávallt er notað það ferskasta sem í boði er hverju sinni. Þetta er svo kryddað með kunnáttu, reynslu og nútímalegum bragðsamsetningum þar sem ferskleiki, hollusta og bragðgæði eru í forgrunni.
Eigendur Nomy eru Bjarni Siguróli Jakobsson, Fannar Vernharðsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson. Allir hafa þeir yfirgripsmikla reynslu á matreiðslusviðinu þegar kemur að veislum og einkamatreiðslu fyrir hina ýmsu viðburði.
Það má með sanni segja að hér sé samankomin ein öflugasta kokkasveit landsins, enda hafa kokkar Nomy komið víða við á sínum ferli. Þeir hafa til dæmis verið meðlimir, þjálfarar og fyrirliðar Kokkalandsliðsins, keppt í innlendum og alþjóðlegum matreiðslukeppnum með eftirtektarverðum árangri, verið umsjónarmenn matreiðsluþáttanna Grillsumarsins Mikla á Stöð 2, farið víða sem gestakokkar á erlendri grundu til að kynna íslenskt hráefni, verið umsjónarmenn námskeiða fyrir atvinnumenn í veitingabransanum, tekið þátt í vöruþróun í matvælaiðnaði, þjálfað starfsfólk og veitt almenna ráðgjöf.
Kokkasveitin
Bjarni Siguróli Jakobsson
Creative Chef / FounderJóhannes Steinn Jóhannesson
Chef / OwnerFannar Vernharðsson
Chef / OwnerNomy er alhliða veisluþjónusta sem tekur að sér að sjá um veitingarnar í veisluna þína. Við getum komið með veitingarnar til þín og stillt þeim upp fyrir þig og þína. Kræsingunum er þá stillt upp á fallega platta og við mætum með allan nauðsynlegan búnað. Það er einnig hægt að sækja veitingar til okkar. Við lánum diska og hnífapör ef eftir því er óskað og við leigjum glös gegn vægu gjaldi. Við getum útvegað þjóna, komið þér í samband við kokteilhristara og bent þér á hentugan veislusal fyrir þitt tilefni.
Við erum ekki með veislusali á okkar snærum en við þekkjum mjög vel til og getum aðstoðað þig við að finna rétta salinn sem hentar þínu tilefni í samstarfi við umsjónarfólk veislusala.
Við tökum að okkur allar gerðir viðburða svo sem árshátíðir, brúðkaup, hvataferðir, fyrirtækjapartý, afmæli, útskriftir, fermingar, matarboð, ferðaþjónustupakka úti í náttúrunni og hvað sem þér dettur í hug.
Við erum hugmyndafrjóir og finnst fátt skemmtilegra en að sérsníða matseðla sem henta sérstaklega þínu tilefni.
Þá mælum við með að ganga frá pöntun í vefversluninni okkar. Þar getur þú sjálf/ur valið þá rétti sem þér líst best á eða valið samsettan matseðil sem eru þá 6, 8, 10, 12 eða 15 einingar.
Við gerum ráð fyrir 24 klst fyrirvara á pöntunum. En það má alltaf hringja og athuga stöðuna hjá okkur, við munum ávallt gera okkar besta. Síminn hjá okkur er 777-1017.
Við sendum heim innan höfuðborgarsvæðisins. Heimsending og uppstilling er innifalin á pöntunum yfir 150.000 kr en við rukkum 7.500 kr sendingargjald fyrir minni pantanir. Varðandi veislur úti á landi má endilega hafa samband og bera þær undir okkur. Ef það er eitthvað sem gengur upp semjum við um sendingu/akstursgjald.
Við erum með afgreiðsluna opna frá 9:00-17:00 mánudag til laugardags og oft lengur eftir þörfum.
Í vefverslun er minnst hægt að panta 10 stk í tegund af smáréttum og svo fyrir 10 manns af samsettum matseðlum og veisluplöttum.
Það er þó alltaf hægt að hafa samband í síma 777 1017 og bera undir okkur sérstakar óskir.
Já við lánum þér leirtau og hnífapör ef þú óskar eftir því. Glösin leigjum við gegn vægu gjaldi. Við eigum freyðivíns- og léttvínsglös.
Nei við sjáum ekki um dúkana fyrir þig en við getum bent þér á hvar þú færð slíka leigða.
Við höfum réttu samböndin til að finna fagfólk í þjónustu fyrir þína veislu.
Við óskum eftir 3ja daga fyrirvara á staðfestum gestafjölda á stærri viðburðum. Þegar pantað er í vefsölu miðum við 24 klukkustunda fyrirvara áður en veislan er afhent. Það er auðvitað alltaf hægt að hafa samband ef eitthvað er og bera málið undir okkur.
Já heldur betur. Við elskum grænmeti og finnst gaman að dekra við grænmetisætur, veganista og pesceterianista.
Við erum færir í flestan sjó og getum orðið við allavegana óskum. Ef þú finnur ekki fullnægjandi innihaldslýsingar á vefsíðunni okkar máttu gjarnan senda okkur línu eða heyra í okkur og við leysum málið!
Ekki er hægt að afpanta með minna en 24 klst fyrirvara í vefsölu en varðandi stærri veislur þá óskum við eftir 3ja daga fyrirvara.
Við mælum með 6 einingum á mann fyrir um klst móttöku, 8-10 einingar er létt máltíð og 12-15 einingar henta vel á kvöldverðartíma. Ef þig vantar hjálp við að velja matseðil og magn veitinga er þér að sjálfsögðu velkomið að heyra í okkur eða senda okkur línu.