Jólin

Á jólunum er tilveran tekin upp á næsta stig. Fötin flottari, greiðslurnar glæstari, maturinn mikilfenglegri. Því spyrjum við í ljósi þess hversu mörgu þarf að huga að hvort að það sé ekki upplagt að láta okkur sjá um eldamennskuna? Leyfðu okkur að létta undir með þér og færa þér dýrindis jólamáltíð heim að dyrum.

Hvort sem um ræðir jólahlaðborðið hjá starfsmannafélaginu, jólasmárétti í hádeginu, jólaboð fyrir viðskiptavini eða veislu fyrir vinahópinn heima fyrir þá leysum við málið. Við sendum meira að segja jólasteikina heim á aðfangadag og lofum að elda hana af sömu alúð og heima hjá okkur.