Villibráð

Hvort sem um ræðir lundann frá Steinari í Grímsey, hreindýrið að austan, hrútaberin frá Boggu frænku, gæsina frá Fannari, eða rjúpuna hans Jóa þá elskum við villibráð. Við kappkostum að ná fram því besta úr hráefninu hverju sinni.

Núna í haust bjóðum við upp á 15 rétta villibráðarsmakkseðil, rjómann af því sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða.