Eggert Jó­hann­es­son/mbl.is

Upp­skrift­ir

Þessi upp­skrift er fyr­ir mat­gæðing­inn sem veit fátt skemmti legra en að leika sér í eld­hús­inu. Höf­und­ur upp­skrift­ar er hinn eini sanni Fann­ar Vern­h­arðsson, einn eig­enda veisluþjón­ust unn­ar Nomy, sem þrír meist­ara­kokk­ar standa að.Frétt af mbl.isHeit­ustu kokk­ar lands­ins opna veisluþjón­ustu

Upp­skrift­in birt­ist upp­haf­lega í Hátíðamat­ar­blaði Hag­kaups og Mat­ar­vefs­ins sem kom út nú í des­em­ber og inni­hélt yf­ir­gengi­legt magn meist­ar­a­upp­skrifta svo leit­un er að öðru eins. Hægt er að nálg­ast PDF-út­gáfu af blaðinu HÉR .

Rán­dýr for­rétt­ur frá gulldrengj­un­um í Nomy

Frönsk rist með seljurót­ar­sal­ati, reykt­um sil­ungi, karsa og pip­ar­rót

French toast-eggja­blanda

 • 1 dl rjómi, 1 dl nýmjólk, 4 heil egg
 • 10 rif músk­at­hneta
 • salt + pip­ar

1. Blandið öllu sam­an og maukið með töfra­sprota.

Steikt eggja­brauð (french toast)

 • 4 stk. brauðsneiðar
 • 400 ml eggja­blanda
 • 200 g skírt smjör

Setjið smjörið í ör­bylgju­ofn og hitið á hæsta hita uns það bráðnar og skil­ur sig. Mjólk­in ætti þá að vera á botn­in­um og hrein smjörfita sem flýt­ur ofan á.

Hitið pönnu til að steikja brauðið á og notið skírt smjör til að steikja.

Skerið brauðið í ílanga fer­hyrn­inga og veltið upp úr eggja blönd­unni.

Steikið á pönn­unni með skírða smjör­inu uns brauðið er orð ið gull­in­brúnt og stökkt báðum meg­in.

Seljurót­ar­sal­at

 • 1 dl jap­anskt majó
 • 50 g 36% sýrður rjómi
 • 1 tsk. trufflu­olía
 • 10 g sítr­ónusafi
 • ½ seljurót
 • 1 dl súr­kál

Skrælið og skerið selju­rót­ina í tvennt og rífið niður. Saxið létt yfir súr­kálið og blandið svo öllu sam­an í stórri skál. Smakkið til með salti og pip­ar eft­ir smekk.

Sil­ung­ur

 • 400 g flak reykt­ur sil­ung­ur

Skerið sil­ung­inn í þunn­ar sneiðar.

Setjið seljurót­ar­remúlaðið ofan á ný­steikt eggja­brauðið, raðið sil­ungn­um ofan í sal­atið, puntið með kars­an­um (það má vera mikið) og endið svo á því að rífa pip­ar­rót­ina yfir.

Meistararnir á bak við Nomy: Jó­hann­es Steinn Jó­hann­es­so, Fann­ar Vern­h­arðsson ...

Meist­ar­arn­ir á bak við Nomy: Jó­hann­es Steinn Jó­hann­es­so, Fann­ar Vern­h­arðsson og Bjarni Siguróli Jak­obs­son. Eggert Jó­hann­es­son/mbl.is

Eggert Jó­hann­es­son/mbl.is