Berglind / Gotterí & Gersemar

Veisluþjónusta á Íslandi

Á dögunum héldum við matarboð fyrir vinafólk okkar. Við erum búin að vera í matarklúbb í mörg herrans ár og köllumst við Áttan og hétum það löngu áður en hljómsveitin Áttan varð til, hahaha! Ætli það verði ekki smá bið á því að næsti matarklúbbur verði haldinn þar sem Covid heimilar ekki mikið slíkt á næstunni en þá er sannarlega tími til að gera vel við fólkið sitt og hafa það huggulegt heima.

Humarborgarar í veislu frá Nomy veisluþjónustu

Ég hef mjög gaman af því að brasa í eldhúsinu, prófa nýjar uppskriftir og get dúllast þar tímunum saman. Það er hins vegar stundum gaman að bregða útaf vananum og panta veitingar. Það er algjör lúxus að þurfa aðeins að leggja fallega á borð og punta sig til fyrir heimboð og ekkert vera að stressa sig yfir pottunum. Það var einmitt það sem við gerðum þetta skiptið og drottinn minn hvað það var dásamlegt!

Veisluþjónusta í Reykjavík

Veitingarnar pöntuðum við hjá Nomy veisluþjónustu og þvílíkir fagmenn þar á ferð. Ég pantaði rétti í netversluninni hjá þeim og síðan komu þeir hingað heim stuttu fyrir matarboðið og röðuðu öllu saman á borðið. Veitingarnar koma á fallegum bökkum og brettum sem hægt að hækka upp eftir þörfum, algjörlega fullkomið.

Matarboð í heimahúsi með veitingum frá Nomy veisluþjónustu

Ég rölti út í garð og tíndi falleg lauf og ber af reynitrjánum til að skreyta diskana með.

Smáréttahlaðborð frá Nomy

Vinir okkar göptu af undrun þegar þeir komu inn, áttu sannarlega ekki von á því að matarbloggarinn sjálfur hefði pantað veitingar. Fyrst héldu þau að ég hefði útbúið alla þessa undurfögru rétti en það var nú aldeilis ekki þannig. Við vorum með úrval smárétta sem voru hver öðrum betri og gátum við ekki hætt að borða og dásama þetta allt saman.

Matarboð í heimahúsi með veitingum frá Nomy veisluþjónustu

Það komu litlir miðar á stöndum með svo hægt var að merkja diskana til að allir vissu hvað væri hvað, ótrúlega sniðugt.

Ég tók endalaust af myndum af þessari fegurð og ætla að leyfa ykkur að njóta hér í máli og myndum.

Svepparist frá Nomy veitingaþjónustu

Svepparistin var alveg guðdómleg, við vorum öll sammála um það.

Kálfakjöt á spjóti frá Nomy veisluþjónustu

Kálfasteikin var nammi, namm!

Matarboð í heimahúsi með veitingum frá Nomy veisluþjónustu

Humarborgararnir rifu aðeins í án þess að vera of sterkir samt, algjört lostæti.

Tómat brúsketta frá Nomy

Tómatbrúsketta var réttur sem kom sannarlega á óvart!

Matarboð í heimahúsi með veitingum frá Nomy veisluþjónustu

Nobashi rækja, verð að viðurkenna að þessi var einn af mínum uppáhalds réttum!

Matarboð í heimahúsi með veitingum frá Nomy veisluþjónustu

Lambalundir og Bernaise, hver getur staðist slíkt góðgæti!

Matarboð í heimahúsi með veitingum frá Nomy veisluþjónustu

Arancini eru rísottó krókettur með sveppum og mozzarella, með bökuðu hvítlauks aioli, slurp!

Matarboð í heimahúsi með veitingum frá Nomy veisluþjónustu

Bleikja og vaffla, hrikalega gott ef það má segja svoleiðis.

Satay kjúklingaleggir frá Nomy

Kjúklingaleggir Satay, klassík sem allir elska.

Matarboð í heimahúsi með veitingum frá Nomy veisluþjónustu

Nautalund Tataki, dásamlega mjúkur og bragðgóður biti!

Matarboð í heimahúsi með veitingum frá Nomy veisluþjónustu

Frönsk rist eða „French toast“ sló í gegn.

Matarboð í heimahúsi með veitingum frá Nomy veisluþjónustu

Það má að sjálfsögðu ekki gleyma „desréttinum“ en hjá Nomy er hægt að fá dásamlega, blandaða eftirréttarplatta sem hægt er að sníða eftir sínu höfði.

Matarboð í heimahúsi með veitingum frá Nomy veisluþjónustu

Strákarnir hjá Nomy reka frábæra veisluþjónustu, þar er hægt að fá smárétti sem þessa, kokk heim til þess að elda, fyrirtæki geta pantað mat sem og veisluplatta til að gleðja starfsfólk og margt, margt fleira. Ég á sko sannarlega eftir að nýta mér þeirra þjónustu aftur og mæli 100% með.

https://www.gotteri.is/