Nú styttist í jólin og við í kokkasveitinni hjá NOMY ætlum að gefa fylgjendum okkar og vinum á internetinu uppskrift sem við höfum notað mikið á okkar ferli. Sem fagmenn og fyrir fjölskuldurnar okkar.

Þetta er uppskrift að sjérrífrómas. Hún er upprunnin í sveitinni hjá fjölskyldunni hans Jóa. Hann hefur fengið þennan sjérrífrómas öll jól frá því hann man eftir sér. 

Þessi yndislegi búðingur hefur verið notaður sem desert, í ýmsum útfærslum, á VOX Restaurant, Slippbarnum, Sjávarkjallaranum og fleiri stöðum síðustu 15 ár.

Við NOMY menn verðum að sjálfsögðu með okkar útfærslu af frómasnum á jólahlaðborðinu okkar sem við munum halda í samstarfi við Keili og þú getur einnig pantað hlaðborðið í þína jólagleði. https://nomy.is/option-4/

Sérrífrómas ömmu hans Jóa

4 egg

300gr. Bristol cream

100gr. Saxað súkkulaði

200gr. sykur

8bl. matarlím

6dl. rjómi

1. Eggjarauður og sykur þeytt saman

2. Matarlím lagt í bleyti og svo leyst uppí volgu Bristol cream, því svo hellt saman við eggjarauðurnar og þeytt varlega saman

3. Rjómi léttþeyttur og svo foldað saman við súkkulaðið, þessu svo foldað saman við eggjarauðurnar.

4. Eggjahvítur stífþeyttar og foldað saman við restina í lokin.

5. Sett í form og kælt vel niður. 

Við verðum með jólamatseðil í Norræna húsinu þann 29. og 30. nóvember og 6. og 7. desember. 

NOMY býður upp á jólahlaðborð fyrir starfsmannafélög, jólasmárétti í hádeginu, jólaboð fyrir viðskiptavini eða veislu fyrir vinahópinn. Við sendum meira að segja jólasteikina heim á aðfangadag og lofum að elda hana af sömu alúð og heima hjá okkur.

Kveðja, kokkasveitin hjá NOMY

Skildu eftir svar