Það er að færast í aukana að fólk fari í sveppamó á Íslandi, en hér vaxa þó nokkrar tegundir villtra sveppa sem eru frábærir í matargerð.

Í sérstöku uppáhaldi er kóngsveppur, sem er að okkar mati besti matsveppurinn hér á landi. Reynt sveppatínslufólk veit að vaxtarsvæði hans er hernaðarleyndarmál, enda eftirspurn mun meiri en framboð. Ætlir þú að gera tilraun til að finna kóngsveppi er gott að hafa í huga að þeir vaxa oftast í gömlum birkiskógum innan um sitka greni, í skugga og þar sem ekki er mjög þurrt. Oft er hann vel falinn undir til dæmis mosa, svo hann er alls ekki auðfundinn.

Þegar búið er að hreinsa sveppina er vinsælt að skera þá í þunnar sneiðar og þurrka síðan. Við mælum hinsvegar með því að eftir að þeir eru hreinsaðir, séu þeir skornir í hæfilega stóra bita og frystir. Þegar kemur að eldun þarf að láta þá þiðna í um það bil hálftíma, og síðan steiktir í smjöri við -vægan- hita.
 – Bjarni Siguróli

Skildu eftir svar