Kokkasveitin lagði land undir fót á dögunum og hélt uppí Þórsmörk þar sem verkefnið var grillveisla fyrir 320 erlenda gesti. Veðrið var súrt og skýjað alla leið frá Reykjavík en þegar komið var yfir hinar 13 ár, sem voru á leið okkar uppí Bása, opnaðist gat á himni þar sem heiðblár himininn og sólin léku við okkur það sem eftir lifði dags.
Það sem við buðum uppá var holugrillað lamb og kjúklingabringur ásamt fjölbreyttum og ferskum salötum og grænmetisréttum.
Veitingar og þjónusta lögðust vel í fólkið og hann Bjössi, myndatökumeistari og atvinnugrillari með meiru, stóð sig vel sem gestakokkur og lét sig ekki vanta að sýna okkur matreiðslumeisturunum hvernig ætti að grilla kjúklingabringurnar sem slógu heldur betur í gegn.
Virkilega skemmtilegt gigg að baki sem tókst með eindæmum vel, viljum við þakka öllum sem komu að þessu með okkur fyrir samstarfið. #Nomy þjónar #Iceland Congress
– Bjarni Siguróli
Comments (1)
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
tadalafil headache cure
tadalafil headache cure