Fannar Vernharðsson

  • Kallaður Fannar
  • Símanúmer +354 788 5995
  • Fæddur 02-10-1981
  • Tölvupóstur fannar@nomy.is
  • Starf Chef / Founder
  • Reynsla
  • Sérgrein
fannar_vernhardson_photo

Fannar Vernharðsson gerði garðinn frægan sem yfirkokkur á Hótel Hilton og VOX restaurant til margra ára, og seinna, hinu vinsæla Mathúsi Garðarbæjar þar sem hann náði, á ótrúlega stuttum tíma, að koma Garðarbæ á kortið í íslenskri matarmenningu.

Hann hefur síðustu ár, meðfram starfi sínu, farið víða um heim og kynnt íslenskt nútímaeldhús sem fulltrúi íslensks landbúnaðar og sjávarútvegs og náð frábærum árangri á þeim vettvangi. Meðal annars tekið þátt í að koma á fót hinni íslensku Food and Fun matarhátíð í Finnlandi.

Fannar er fæddur á Siglufirði þar sem hann sem unglingur lék fótbolta með K.S. og spilaði á rafmagnsgítar og söng í unglingahljómsveitum.
Hann spilar enn á gítarinn og píanó, en þó aðallega í einrúmi.

Hann útskrifaðist efstur úr sínum bekk úr Hótel og Matvælaskólanum árið 2007 og hóf að útskrift lokinni störf á Einari Ben þar sem hann varð fljótt yfirkokkur þrátt fyrir ungan aldur.

Fannar hefur verði hluti af íslenska kokkalandsliðinu um árabil og, meðal annars unnið til gullverðlauna á ólympíuleikunum. Hann er nú í ráðgjafateymi landsliðsins meðfram störfum sínum.

Fannar er forfallinn skot- og stangveiðimaður, nánast ósigrandi í pool og borðtennis. Auk þess er hann með betri bjórbruggurum landsins og notar gjarnan íslenskar jurtir og ber í afurðir sínar.