Veisluplattarnir frá Nomy eru tilvaldir sem létt snarl í partýið og fyrir hin ýmsu tilefni þar sem léttra veitinga er þörf.

Plattarnir eru staðlaðir í magni og við gefum einungis tillögu að því hversu marga maga þeir metta.

Við hjá Nomy leggjum okkar að mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar og afgreiðum þessar vörur í umhverfisvænum umbúðum.