Ferðaþjónusta

Hvert sem hugurinn ber þig þá langar okkur með! Það stoppar okkur ekkert. Ef út á land skal skunda þá býður Nomy upp á einstaka upplifun þar sem veislusalurinn er sjálf íslenska náttúran. Við vitum það af eigin reynslu að þó maður sé staddur upp á fjalli, inni í skógi, eða úti í tjaldi, þá er ekkert því til fyrirstöðu að borða dýrindis máltíð.

Við bjóðum einnig upp á nestispakka fyrir hálfan eða heilan dag, ásamt tilbúnum veislupökkum þar sem aðeins á eftir að skella steikinni á grillið.