Jóhannes Steinn Jóhannesson

  • Kallaður Jói
  • Símanúmer +354 686 4008
  • Date Of Birth 01-04-1980
  • Tölvupóstur johannes@nomy.is
  • Starf Chef / Founder
  • Reynsla
  • Sérgrein
Screenshot 2019-08-14 17.00.15

Jóhannes Steinn Jóhannesson er mikið náttúrubarn og sveitastrákur. Á yngri árum þótti hann gríðarlega efnilegur línumaður í handolta og var í flestum landsliðsúrtakshópum langt fram á unglingsár. Hjólabrettið var hans besti vinur og varð áhugi hans á hjólabrettum til þess að hann lagði handboltaskónna endanlega á hilluna 17 ára gamall.
Hann fékk áhuga á matreiðslu í elhúsinu hjá ömmu sinni þegar hann aðstoðaði hana í kleinubakstri og rabarbarasultun á Syðri Bægilsá í Hörgárbyggð þar sem hann var alltaf með annan fótinn sem barn.
Miklum hluta æsku sinnar eyddi Jóhannes hjá ömmu sinni og afa fyrir norðan þar sem hann lærði að nýta og njóta þess sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Honum finnst fátt fegurra en villtir sveppir, ber og jurtir, sem hann notar óspart í sköpun sína í eldhúsinu. Hann hefur miðlað þekkingu sinni og áhuga til nema sinna síðustu 15 árin og mætti því kalla hann áhrifavald hjá þeirri kynslóð sem nú er að stjórna helstu eldhúsum landsins.
Jóhannes hefur starfað á mörgum af bestu veitingastöðum landsins og unnið til fjölda verðlauna. Hann var matreiðslumaður ársins tvö ár í röð á meðan hann var yfirkokkur á VOX restaurant.
Hann hefur unnið til fjölda verðlauna með íslenskla kokkalandsliðinu sem hann hefur tilheyrt á einn eða annan hátt síðan 2008, nú sem þjálfari og ráðgjafi.
Jóhannes leggur áherslu á hrein, skörp brögð úr gæðahráefnum sem hann fær fram með því að nota tækni og reynslu sem hann hefur öðlast sem lærlingur hjá, meðal annars Raymond Blanc, yfirkokkur, meðal annars á VOX Restaurant og sem keppandi fyrir íslands hönd á ólympíuleikum og seinna þjálfari og ráðgjafi hjá Kokkalandsliðinu.
Fyrir utan matreiðsluna, hefur Jóhannes áhuga á fluguveiði, brasilísku jiu jitsu, fjallahjólreiðum og gæðastundum með fjölskyldunni og hundinum Rocky.