Bjarni Siguróli Jakobsson

  • Kallaður Bjarni Siguróli
  • Símanúmer +354 849 3212
  • Date Of Birth 27-07-1988
  • Tölvupóstur bjarni@nomy.is
  • Starf Creative chef / Founder
  • Reynsla 25 ár
  • Sérgrein Einkamatreiðsla & Kokteilboð
Screenshot 2019-08-12 11.44.48

Bjarni Siguróli er matreiðslumeistari og stofnandi Reykjavík Gastronomy. Í gegnum tíðina hefur hann m.a. starfað á og stjórnað eldhúsum eins og Geira Smart, Slippbarnum og Vox ásamt veitingahúsum í Danmörku sem skarta í dag 2* & 3* michelin stjörnum.
Þá vann hann til gull- og silfurverðlauna sem liðsmaður íslenska kokkalandsliðsins á árunum 2013-2017 og gegndi stöðu fyrirliða liðsins frá 2015.
Bjarni hefur tekið þátt í fjölmörgum einstaklings matreiðslukeppnum og hlaut m.a. titilinn Kokkur ársins á Íslandi árið 2012 og hreppti silfur í keppninni Matreiðslumaður  Norðurlanda 2013.
Frá ársbyrjun 2018 æfði Bjarni ásamt liði sínu fyrir Bocuse d’or Europe sem haldin var í Turin, Ítaliu vorið 2018 og svo úrslitakeppnina í Lyon, janúar 2019 þar sem að hann lenti 11. sætinu. Bocuse d’or er heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu og er af flest öllum fagmönnum talin mest krefjandi matreiðslukeppni í heimi.”